Við erum metnaðarfullir fagmenn!

 
Hjá Afltak ehf. starfa fagmenn í smíðum og í raflögnum.  Fyrirtækið hefur á löngum ferli sínum áunnið sér traust markaðarins fyrir vönduð og góð vinnubrögð.

Við hjá Afltak höfum unnið að mjög fjölbreyttum verkefnum í gegnum árin og höfum þannig öðlast mikla reynslu í hvers kyns verkefnum eins og t.d. nýbyggingum á einbýlis- par- og raðhúsum ásamt byggingum á nokkrum fjölbýlishúsum. 

Einnig höfum við byggt iðnaðarhúsnæði, leikskóla, hjúkrunarheimili, sambýli, við höfum unnið við endurinnréttingu á fjölda skrifstofa, verslunum, rannsóknarstofum, dvalarheimili, læknastofum ofl.  við höfum endurbyggt fjölda íbúða og húsnæðis eftir bruna- og vatnstjón.