UM AFLTAK

Hjá okkur starfa fagmenn í smíðum og í raflögnum.
Fyrirtækið hefur á löngum ferli sínum áunnið sér traust markaðarins fyrir vönduð og góð vinnubrögð.

Við höfum unnið að fjölbreyttum verkefnum í gegnum árin og höfum yfir 25 ára reynslu í hvers kyns verkefnum eins og t.d. nýbyggingum á einbýlis- par- og raðhúsum ásamt byggingum á nokkrum fjölbýlishúsum.

Afltak hefur byggt iðnaðarhús, fjölbýlishús, raðhús, parhús, leikskóla, hjúkrunarheimili, sambýli, innréttað læknastofur, innréttað hótel og endurbyggt húsnæði eftir tjón.

Við leggjum mikið uppúr því að vera með ný tæki eftir þörfum markaðarins hverju sinni.

Afltak er með eigið gæðakerfi og jafnframt erum við að vinna að innleiðingu á ISO9001

Við styðjum jafnrétti og viljum að allir fái jöfn tækifæri.

 

gildin okkar

Fagmennska

Hæfni, reynsla, frumkvæði, þekkingarleit hjá starfsmönnum

Virðing

Við viðskiptavini, starfsmenn og aðra hagsmunaraðila sem er grundvöllur fyrir góðri þjónustu

Þjónusta

Við leggjum okkur fram við að veita góða og persónulega þjónustu

Traust

Við stundum viðskipti með heiðarleika að leiðarljósi

heildarlausnir í húsbyggingum og raflögnum

Fyrir utan hefðbundna smíða og rafmagnsvinnu er stefna fyrirtækisins að veita framúrskarandi þjónustu með faglegri þekkingu til viðskiptavina. Við erum vel í stakk búin til að leysa úr öllum verkefnum hvort sem að þau eru stór eða smá.
Mikil tryggð hefur ríkt milli fyrirtækisins og viðskiptavina í gegnum tíðina

SAGAn

Afltak var opinberlega stofnað árið 1994.
Haustið 1997 tók Jónas Bjarni Árnason, húsasmíða- og rafvirkjameistari og fyrrum meðeigandi hans við rekstrinum. 2010 tóku hjónin Jónas og Kristin alfarið við rekstri fyrirtækisins og keyptu meðeiganda sinn út.

Fyrst um sinn var fyrirtækið starfrækt í eigið húsnæði að Súðarvogi 20 þar til ársins 2002 en það ár byggði fyrirtækið nýtt 730m2 verkstæði og skrifstofur að Völuteig 1 í Mosfellsbæ og er  starfsemi fyrirtækisins rekin þar í dag.

í desember 2021 komu tveir nýjir hlutahafar inn í fyrirtækið og er Afltak rekið í dag  af Jónas Bjarna Árnasyni, Kristínu Ýr Pálmarsdóttur, Guðbjarti Geira Grétarssyni og Hafsteini Helga Grétarssyni.

eigendur

Jónas Bjarni Árnason

Kristín Ýr Pálmarsdóttir

Guðbjartur Geiri Grétarsson

Hafsteinn Helgi Grétarsson

STEFNUR & GILDI

STARFSfólk

Hjá Afltaki starfa góðir fagmenn og aðrir einstaklingar sem sinna sínum verkefnum af heilindum með jákvæðni að leiðarljósi.

Við erum sterk liðsheild sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu sem getur leyst úr ólíkum verkefnum.

Jákvæðni og heiðarleg samskipti eru ávallt í fyrirrúmi og eiga allir að njóta sín eins og þeir eru.