UM AFLTAK
Hjá okkur starfa fagmenn í smíðum og í raflögnum.
Fyrirtækið hefur á löngum ferli sínum áunnið sér traust markaðarins fyrir vönduð og góð vinnubrögð.
Við höfum unnið að fjölbreyttum verkefnum í gegnum árin og höfum yfir 25 ára reynslu í hvers kyns verkefnum eins og t.d. nýbyggingum á einbýlis- par- og raðhúsum ásamt byggingum á nokkrum fjölbýlishúsum.
Afltak hefur byggt iðnaðarhús, fjölbýlishús, raðhús, parhús, leikskóla, hjúkrunarheimili, sambýli, innréttað læknastofur, innréttað hótel og endurbyggt húsnæði eftir tjón.
Við leggjum mikið uppúr því að vera með ný tæki eftir þörfum markaðarins hverju sinni.
–
Afltak er með eigið gæðakerfi og jafnframt erum við að vinna að innleiðingu á ISO9001
–
Við styðjum jafnrétti og viljum að allir fái jöfn tækifæri.
gildin okkar
Fagmennska
Hæfni, reynsla, frumkvæði, þekkingarleit hjá starfsmönnum
Virðing
Við viðskiptavini, starfsmenn og aðra hagsmunaraðila sem er grundvöllur fyrir góðri þjónustu
Þjónusta
Við leggjum okkur fram við að veita góða og persónulega þjónustu
Traust
Við stundum viðskipti með heiðarleika að leiðarljósi
heildarlausnir í húsbyggingum og raflögnum
Fyrir utan hefðbundna smíða og rafmagnsvinnu er stefna fyrirtækisins að veita framúrskarandi þjónustu með faglegri þekkingu til viðskiptavina. Við erum vel í stakk búin til að leysa úr öllum verkefnum hvort sem að þau eru stór eða smá.
Mikil tryggð hefur ríkt milli fyrirtækisins og viðskiptavina í gegnum tíðina
SAGAn
Afltak var opinberlega stofnað árið 1994.
Haustið 1997 tók Jónas Bjarni Árnason, húsasmíða- og rafvirkjameistari og fyrrum meðeigandi hans við rekstrinum. 2010 tóku hjónin Jónas og Kristin alfarið við rekstri fyrirtækisins og keyptu meðeiganda sinn út.
Fyrst um sinn var fyrirtækið starfrækt í eigið húsnæði að Súðarvogi 20 þar til ársins 2002 en það ár byggði fyrirtækið nýtt 730m2 verkstæði og skrifstofur að Völuteig 1 í Mosfellsbæ og er starfsemi fyrirtækisins rekin þar í dag.
í desember 2021 komu tveir nýjir hlutahafar inn í fyrirtækið og er Afltak rekið í dag af Jónas Bjarna Árnasyni, Kristínu Ýr Pálmarsdóttur, Guðbjarti Geira Grétarssyni og Hafsteini Helga Grétarssyni.
eigendur
Jónas Bjarni Árnason
Kristín Ýr Pálmarsdóttir
Guðbjartur Geiri Grétarsson
Hafsteinn Helgi Grétarsson
STEFNUR & GILDI
Samfélagsstefna Afltaks
Við reynum að hafa jákvæð áhrif á samfélagið með því að sýna samfélagslega ábyrgð með ýmsum hætti með því að styrkja ýmis góðgerðarmál, íþróttafélög og aðra aðila til að geta gefið öllum jöfn tækifæri í lífinu.
Umhverfið
Við berum virðingu fyrir umhverfinu í starfseminni okkar, við göngum alltaf snyrtilega um á verkstaði, leggjum áherslu á að endurnýta það sem hægt er að endurnýta og förgum öllum úrgang á ábyrgan hátt til réttrar aðila sem við á.
Heilsusamlegur aðbúnaður
Afltak ýtir undir að starfsfólk okkar verði meðvirkt um hvað heilbriðgður lífsháttur er mikilvægur, við styðjum við það með margvíslegum hætti, í fyrirtækinu er boðið upp á jógakennslu 2x í mánuði og hollustu mat í þau skipti, ávextir er á borðum fyrir starfsfólk og við ýtum undir vatnsdrykkju með vatnsvél með gosvatni og köldu vatni.
Öryggisáætlun
Við leggjum ríka áherslu á öryggi starfsfólks og annara á verkstöðum, við förum eftir öryggis og heilbrigðisstefnu fyrirtækisins á öllum verkstöðum, starfsmönnum er lagður til allur öryggisbúnaður sem við á og er rík áhersla lögð á að það sé farið eftir öryggisreglum í fyrirtækinu og á verkstöðum, öryggistrúnaðarmaður fyrirtækisins fer reglulega og tekur út öryggisaðbúnað á verkstöðum og bendir á úrbætur sem við á ef þess er þörf.
Skuldbinding
Við vinnum stöðugt að því að bæta starfsemina með áherslu á ábyrga og örugga starfshætti fyrirtækisins.
Mannauðsstefna
Hjá Afltaki starfa góðir fagmenn og aðrir einstaklingar sem sinna sínum verkefnum af heilindum með jákvæðni að leiðarljósi, við leggjum áherslur á að byggja upp sterka liðsheild sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu sem getur tekist á við ólík og krefjandi verkefni, jákvæð og heiðarleg samskipti eru í fyrirrúmi ásamt því að endurskoða reglulega hvað hægt sé að gera í fyrirtækinu til að auka öryggi og vellíðan starfsfólks, með því eykst sjálfstraust og sjálfstæði hvers og eins starfsmanns sem fær að nýta hæfileika sína sem best.
Gildin okkar: Fagmennska – Virðing – þekking – traust eru ávallt höfð að leiðarljósi í okkar störfum.
Sterkur hópur starfsfólks
Við leggjum áherslu á að hafa hæft og faglært starfsfólk sem leitar alltaf bestu lausna við úrlausnir á verkefnum með viðskiptavinum. Við höfum breiðan aldurshóp sem skilar okkur sterkara fyrirtæki með mikla þekkingu og nýjungar.
Jafnrétti og jöfn tækifæri
Við leggjum ríka áherslu á að hver og einn fái jöfn tækifæri hjá fyrirtækinu, að allir starfsmenn fái jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu störf óháð kyni og að allir fái að njóta sín eins og þeir eru.
Góð liðsheild
Við byggjum upp jákvæða fyrirtækjamenningu með heiðarlegum og jákvæðum samskiptum. Við hvetjum alla til að eiga opin og góð samskipti og virða ólíkar skoðanir hvors annars.
Heilsa og vellíðan starfsfólks
Okkur er annt um vellíðan starfsfólks, við leggjum áherslu á að bjóða upp á gott og öruggt vinnuumhverfi þar sem öllum líður vel, við bjóðum upp á heilsusamlegt umhverfi á vinnustað með fjölbreyttum hætti svo sem jóga kennslu, heilsumat, ávöxtum og hreinu vatni. Einnig leggjum við áherslu á að starfsfólk geti verið hreinskilið og opið við stjórnendur og að fullum trúnaði sé gætt í viðkvæmum samskiptum. Hvers konar óviðeigandi hegðun svo sem einelti, kynferðisleg, kynbundin áreitni, lyfjamisnotkun eða ofbeldi er ekki liðin hjá fyrirtækinu og er tekin mjög alvarlega.
Góð forysta og gott fordæmi
Stjórnendur hafa þá skoðun að fyrirtækið sé starfsfólkið sem skapar jákvætt og hvetjandi umhverfi og leggur áherslu á uppbyggilega endurgjöf til starfsfólks með ýmsum hætti sem þakklæti fyrir vel unnin störf.
Gæðastefna Afltaks
Afltak býr yfir metnaði og góðri fagþekkingu til að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina, markvisst og stöðugt leitum við tækifæra til að bæta þjónustuna og aðstæður til að bæta ánægju starfsmanna og lykilhagmunaaðila.
Fagmennska í fyrirrúmi
Starfsemi okkar einkennist af fagmennsku, hæfni, metnaði og skipulagi sem er lykillinn að því að ná góðum árangri. Starfsfólk Afltak er með nútímaleg tæki og úrlausnir við lausn verkefna og vinnur eftir gildum fyrirtækisins sem eru: Fagmennska – Virðing – Þjónusta – Traust
Nútímalegar lausnir
Við tileinkum okkur nútímalegar lausnir, nútímaleg tæki, við vinnum með fagfélögum og öðrum samstarfsaðilum með lausn á verkefnum og efla starfsólk okkar til að vera sjálfstætt til að styrkja stöðu fyrirtækisins á markaðnum
Framúrskarandi þjónusta
Við veitum viðskiptavinum okkar hagvæm og vandaðar úrlausnir, hlustum á þarfir og óskir viðskiptavina, tryggjum að þeir séu uppslýstir um framvindu verkefna.
Stöðug þróun og umbætur
Við einsetjum okkur að uppfylla væntingar og kröfur viðskiptavina með þróun og viðhaldi á vottuðu gæðakerfi sem samræmist ISO9001. Frammistaða og ferli eru stöðugt í endurskoðun til að auka ánægju viðskiptavina og annara hagsmunaaðila
Gildi Afltaks
Við stundum viðskipti með heiðarleika að leiðarljósi. Afltak hefur eftirfarandi gildi að leiðarljósi í ákvörðunartöku fyrirtækisins fyrir viðskiptavini, starfsfólk, samstarfsaðila og aðra.
Fagmennska
Fagmennska er lykillinn að því að ná frábærum árangri, má þar telja:
- Hæfni
- Reynsla
- Frumkvæði
- Þekkingarleit
Virðing
Virðing fyrir viðskiptavinum, samstarfsmönnum og öðrum hagsmunaðilum er grundvöllur fyrir góðri þjónustu, árangursríkum samskiptum og jákvæðu andrúmslofti á vinnustaðnum. Helstu eiginleikarni:
- Heilindi
- Umburðarlyndi
- tillit til umhverfis
- samfélags ábyrgð.
Þjónusta
Þjónustum viðskiptavininn með hagkvæmum og vönduðum vinnubrögðum og upplýsum viðskiptavininn um framvindu verkefnisins:
- Við leggjum okkur fram við að veita góða þjónustu
- hlustum á þarfir og óskir viðskiptavina okkar
- leitumst eftir að sýna umburðarlyndi
- viljum að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með þá þjónustu sem hann fær
Traust
Þeir sem eiga í samskiptum við okkur geta treyst okkur hvort sem það eru:
- Viðskiptavinir
- Neytendur
- samstarfsfólk okkar
Okkar markmið
Strax var ákveðið af þeim hjónum að gefa öllum starfsmönnum jöfn tækifæri og sömu kjör hjá fyrirtækinu óháð kyni og að allir fái að njóta sín eins og þeir eru. Það var til þess að fyrirtækið fékk jafnréttisverðlaun frá Mosfellsbæ í október 2018 sem við erum afar stolt af.
Fyrirtækið hefur einsett sér að halda áfram að veita framúrskarandi og faglega þjónustu og að þróast með markaðnum.
Við ætlum okkur áfram að vera framsækið og eftirsótt fyrirtæki til að vinna hjá. Við ætlum að fylgja nýjungum svo að við getum tekið að okkur öll verkefni stór sem smá með góðum og breiðum aldurshóp af faglærðum starfsmönnum, sem sækja reglulega námskeið í endurmenntun til að styrkja og viðhalda þekkingu í faginu, sem skilar okkur sterkara fyrirtæki.
Fyrirtækið er með mjög samheldið starfsfólk þar sem ríkir jákvæð fyrirtækjamenning. Við berum virðingu fyrir hvort öðru með heiðarlegum og jákvæðum samskiptum og þar af leiðandi hefur starfsmannavelta verið lág hjá fyrirtækinu. Við reynum að gera eins vel við starfsmenn og aðstæður leyfa og er fastráðnir starfsmenn Afltaks um 24. Þar að auki eru nokkrir undirverktakar sem vinna reglulega fyrir Afltak í ýmsum verkefnum.
Við, eigendur Afltaks höfum þá skoðun að fyrirtækið er starfsfólkið, og leggjum við áherslu á uppbyggilega endurgjöf til starfsfólks með ýmsum hætti, okkur er annt um vellíðan starfsfólks okkar og leggjum áherslu á að bjóða upp á gott og öruggt vinnuumhverfi þar sem öllum líður vel.
Verkefnastaða fyrirtækisins er góð og ekki er ástæða til annars en að ætla að Afltak eigi framtíðina fyrir sér á byggingarmarkaðnum.
STARFSfólk
Hjá Afltaki starfa góðir fagmenn og aðrir einstaklingar sem sinna sínum verkefnum af heilindum með jákvæðni að leiðarljósi.
Við erum sterk liðsheild sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu sem getur leyst úr ólíkum verkefnum.
Jákvæðni og heiðarleg samskipti eru ávallt í fyrirrúmi og eiga allir að njóta sín eins og þeir eru.