Fagmennska og traust í 30 ár

Lýsing á verkefni

Frá árinu 1994 höfum við hjá Afltak aðstoðað þúsundir íslendinga við að gera sýn sína að veruleika. Við höfum unnið að fjölbreyttum verkefnum í gegnum árin, allt frá nýbyggingum til hvers kyns endurbóta og viðgerða og höfum á löngum ferli áunnið okkur traust markaðarins fyrir vönduð og góð vinnubrögð. Hjá Afltak starfar fagfólk fram í fingurgóma og í störfum okkar leggjum við metnað í að styðjast aðeins við nýjustu tæki sem þjóna kröfum viðskiptavina okkar hverju sinni. Öll starfsemi Afltaks hvílir á fjórum grunngildum sem hafa lagt grunninn að því fyrirtæki sem við erum í dag. Fagmennska – Virðing – Þjónusta – Traust Hér er hægt að skoða vefbækling sem var gefinn út í tilefni 30 ára afmælis https://www.sjabaekling.is/Afltak/WebView

Myndir

Önnur verk

Frá árinu 1994 höfum við hjá Afltak aðstoðað þúsundir íslendinga við að gera sýn sína að veruleika. Við höfum unnið að fjölbreyttum verkefnum í gegnum árin, allt frá nýbyggingum til hvers kyns endurbóta og viðgerða og höfum á löngum ferli áunnið okkur traust markaðarins fyrir vönduð og góð vinnubrögð.
Við Árbæjarsafn byggðum við nýjan sýningaskála sem geymir fyrstu eimreiðina í Reykjavík Píoner sem gekk á milli Öskjuhlíðar og niður að höfn og fyrsta malbikunarvaltarann Bríet þessi tvö tæki voru notaðir við hafnaframvæmd við Reykjavíkurhöfn árið 1913 til 1917.
Um er að ræða búsetukjarna með sex íbúðum fyrir fatlað fólk ásamt starfsmannarými en heildarstærð húsnæðisins er 506 m².