Á árinu 2017 samdi Bændahöllin ehf við Afltak um að taka að sér endurnýjun á Súlnasal á Hótel Sögu ásamt eldhúsi, bar og fleiru á annari hæð hótelsins.
Í framhaldi af þessum verkefnum var einnig samið við Afltak um að breyta og endurinnrétta gestamóttöku, veitingastaðinn Mímir ásamt viðbyggingu við 1. hæð hótelsins.
Einnig tókum við að okkur endurnýjun á tæplega 30 herbergum.
Á sama tíma sáum við um að innrétta nýtt útibú Íslandspósts í Bændahöllinni ásamt ýmsum öðrum verkefnum í byggingunni.
Við Árbæjarsafn byggðum við nýjan sýningaskála sem geymir fyrstu eimreiðina í Reykjavík Píoner sem gekk á milli Öskjuhlíðar og niður að höfn og fyrsta malbikunarvaltarann Bríet þessi tvö tæki voru notaðir við hafnaframvæmd við Reykjavíkurhöfn árið 1913 til 1917.
Á Hótel Sögu sáum við um allsherjar endurnýjun á Súlnasalnum, gestamóttökunni, Mímir veitingastaðnum, endurnýjun á hluta af herbergjum ásamt fleiri verkefnum.